Yfirlýsing landeigenda og Vikulokin á RÚV

Landeigendur Drangavíkur birtu yfirlýsingu vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála föstudaginn 19. júlí. Texti yfirlýsingarinnar er hér: http://hvala.is/malsgogn/ Í þættinum Vikulokin á RÚV laugardaginn 19. júlí var deilan um meinta Hvalárvirkjun áberandi. Æ fleiri virðast vera að átta sig á feigðarflaninu á Ófeigsfjarðarheiði. Elísabet Jökulsdóttir var skáldleg og hugmyndarík og hóf umræðuna á mínútu 17. …

Yfirlýsing landeigenda og Vikulokin á RÚV Read More »

Athugasemdir vegna úrskurðar úrskurðarnefndar

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun framkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan úrskurðað er í málunum. Þó má telja þetta áfangasigur í baráttunni. Forsendur úrskurðarins eru þær að ekki verði hægt  að vinna slík óafturkræf umhverfisspjöll með þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á þessu ári að ástæða sé til …

Athugasemdir vegna úrskurðar úrskurðarnefndar Read More »

Athugasemd við grein upplýsingafulltrúa VesturVerks í Fréttablaðinu 18. júlí

Viðar Hreinsson skrifar: Stjórnendur og talsmenn stórfyrirtækja á hlutabréfamarkaði (eða smáfyrirtækja sem stórfyrirtækin beita fyrir sig) fara aðeins eftir einu boðorði, að auka hagnað eigendanna. Því eru orð þeirra í opinberri umræðu um almannahag marklaus því þau miðast aðeins við hagsmuni eigenda þó að jafnan sé reynt að láta líta svo út að allt sé …

Athugasemd við grein upplýsingafulltrúa VesturVerks í Fréttablaðinu 18. júlí Read More »

Ný grein: Pétur í Ó­feigs­firði, tvennir tímar og lifandi vatn

Viðar Hreinsson Pétur í Ófeigsfirði, tvennir tímar og lifandi vatn. 15. febrúar 1975 birtist í Íslendingaþáttum Tímans minningargrein eftir Guðmund P. Valgeirsson í Bæ í Árneshreppi um Pétur Guðmundsson bónda í Ófeigsfirði sem lést 21. september árið áður, 84 ára að aldri. Honum er lýst sem sómamanni og þekktum sveitarhöfðingja sem hafi áunnið sér „vináttu, …

Ný grein: Pétur í Ó­feigs­firði, tvennir tímar og lifandi vatn Read More »

Tvær nýjar kærur

Nú hafa bæst við tvær kærur til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna Hvalárvirkjunar. Önnur er frá Fornaseli ehf., eiganda jarðarinnar Dranga í Árneshreppi sem til stendur að friðlýsa. Hin er frá eigendum Seljaness í Árneshreppi annars vegar vegna vegar að Hvalá og hins vegar vegna brúargerðar yfir Hvalá, iðnaðarsvæðis við Hvalá og 25 km. vegar …

Tvær nýjar kærur Read More »

30 landeigendur mótmæla virkjunum

Í hádegisfréttum RÚV var sagt frá yfirlýsingu 30 landeigenda í Árneshreppi þar sem mótmælt er röskun Drangajökulsvíðerna vegna Hvalárvirkjunar. Hér eru hlekkir á fréttina í RÚV og Fréttablaðinu. Yfirlýsingin ásamt korti til skýringar er í Málsgögnum: http://hvala.is/malsgogn. https://www.ruv.is/frett/30-landeigendur-motmaela-virkjunum https://www.frettabladid.is/frettir/senda-akall-til-stjornmalamanna-vegna-virkjananna/

Ný grein: TOP GUN grætur höglum

Viðar Hreinsson: Undanfarna daga hafa birst kynlegar fréttir um yfirvofandi orkuskort. Sú umræða er ágætt dæmi um sambland kranablaðamennsku og keyptrar kynningar og tímasetningin er gagnsæ, þetta er samræmt átak til að spilla fyrir kærum vegna Hvalárvirkjunar. Forstjóri HS Orku prýðir forsíðu „kynningarblaðs“ (= keyptrar auglýsingar) sem fylgir Fréttablaðinu í dag, á vegum fjögurra fyrirtækja: …

Ný grein: TOP GUN grætur höglum Read More »

Ný grein: Að eigna sér land

Leslisti Kjarnans birti í dag grein eftir jarðfræðinginn Snæbjörn Guðmundsson þar sem hann útskýrir landamerkjamálið á virkjunarsvæði Hvalár á mannamáli. ,, Mánu­dag­inn 24. júní sendu land­eig­endur í Dranga­vík á Ströndum inn kæru til Úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála vegna deiliskipu­lags og fram­kvæmda­leyfis fyrsta áfanga Hval­ár­virkj­unar sem hrepps­nefnd Árnes­hrepps hafði sam­þykkt um miðjan júní. Í þessum fyrsta …

Ný grein: Að eigna sér land Read More »

Fimmta kæran vegna Hvalárvirkjunnar

,,Náttúruverndarsamtökin Ófeig náttúruvernd hafa kært ákvörðun Árneshrepps um að veita framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta er fimmta kæran sem berst úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í tengslum við virkjunina.” Grein Höllu Ólafsdóttur hjá Ríkisútvarpinu um málið má lesa hér: https://www.ruv.is/frett/fimmta-kaeran-vegna-hvalarvirkjunar Kæruna sjálfa er hægt að nálgast á málsgagnasíðu okkar hér:http://hvala.is/malsgogn

Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi

Fern náttúruverndarsamtök hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Í síðasta mánuði kærðu einnig landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga auk deiliskipulags. Lesið frétt Vísis hér: https://www.visir.is/g/2019190708977/fern-samtok-kaera-virkjun-i-arneshreppi- Þá hafa Ríkisútvarpið og mbl.is einnig fjallað um málið:https://www.ruv.is/frett/kaera-framkvaemdaleyfi-fyrir-hvalarvirkjun https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/07/09/verdmaeti_i_hufi_fyrir_alla/ Hægt …

Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Read More »