Tvær nýjar kærur

Nú hafa bæst við tvær kærur til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna Hvalárvirkjunar. Önnur er frá Fornaseli ehf., eiganda jarðarinnar Dranga í Árneshreppi sem til stendur að friðlýsa. Hin er frá eigendum Seljaness í Árneshreppi annars vegar vegna vegar að Hvalá og hins vegar vegna brúargerðar yfir Hvalá, iðnaðarsvæðis við Hvalá og 25 km. vegar upp Strandarfjöll, um Ófeigsfjarðarheiði og að þrem stöðuvötnum. 
Hægt er að skoða kærurnar á http://hvala.is/malsgogn

Þá er komin í greinasafnið skorinorð svargrein Tryggva Felixssonar formanns Landverndar til forstjóra HS Orku sem birtist í gær, mánudaginn 15. júlí. 

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *