Lögfræðiálit vegna vegagerðar

Nú stendur styr um veginn í gegnum land Seljaness. Eins og alþjóð ætti að vera kunnugt fékk hluti landeigenda Seljaness álit lögmanna á því hvort Vegagerðin eigi þann „hluta Ófeigsfjararvegar F649 sem liggur um land Seljaness“ og hvort henni hafi verið heimilt að framselja veghald „þess hluta vegarins sem liggur um Seljanes til VesturVerks ehf.

Er skemmst frá að segja að álit lögfræðinganna er „að Vegagerðin hafi hvorki sýnt fram á að slóðinn í landi Seljaness sé eign íslenska ríkisins né heldur að venja eða fordæmi séu fyrir því að vegsvæði allra eldri þjóðvega, þ.m.t. landvega í flokki F2 sé 6 metra breitt í hvora átt frá miðlínu vega.“ Málið er þó nokkuð flókið og athuglisvert er að „Vegagerðin geti skyldað landeigendur til að láta af hendi land sem þarf til þjóðvegagerðar en þá þurfi að fylgja meginreglum stjórnsýsluréttar og almannaþörf að krefjast þess í samræmi við eignarréttarákvæði Stjórnarskrár Íslands. Það væri þá býsna snúið ferli og torvelt að sjá að hér geti verið um almannaþörf að ræða.

Þá töldu lögfræðingarnir að Vegagerðinni væri óheimilt að framselja veghald vegna einkavegar sem hún hvorki á né fer með veghald yfir.

Ljóst er af lögfræðiálitinu sem er hér í Málsgögnum  að málið er allt miklu flóknara en svo að einfalt framsal Vegagerðarinnar til VesturVerks geti með nokkrum hætti staðist.

– Ritstjórn

1 thought on “Lögfræðiálit vegna vegagerðar”

  1. Hér á þessari síður er stundaður linnulaus áróður sem á ekki heima î raunveruleikanum.
    Allt sem hér er sagt er ekki sannleikur sem þessir einstaklingar sem reka þessa síðu eru með ósannindi

Comments are closed.