Í nokkur ár hafa verið uppi áform um að virkja Hvalá í Ófeigsfirði. Sú virkjun yrði gróf spjöll á óbyggðum víðernum sem eru með þeim mestu í Evrópu. Þessi vefur er helgaður baráttunni gegn Hvalárvirkjun og er hugsaður sem upplýsingaveita frekar en umræðuvettvangur.

Nýjasta nýtt

SKEMMDARVERK, FÚSK OG BROTTREKSTUR

Nú hefur vegagerð staðið yfir með hléum og eindæmum lungann úr sumrinu. Hún er að flestu leyti ólögleg, hefur í för með sér mikil náttúruspjöll …

Lesa →

Lögfræðiálit vegna vegagerðar

Nú stendur styr um veginn í gegnum land Seljaness. Eins og alþjóð ætti að vera kunnugt fékk hluti landeigenda Seljaness álit lögmanna á því hvort …

Lesa →

JARÐAKAUP AUÐMANNA

Í dag, fimmtudaginn 8. ágúst heldur ríkisstjórn Íslands fund í Mývatnssveit og mun að honum loknum ræða við fulltrúa sveitarstjórna á Norðausturlandi og síðan halda …

Lesa →

Hér má finna greinar og annað efni gegn Hvalárvirkjun í tímaröð, það nýjasta efst.

Hér má finna gögn sem tengjast málinu á einn eða annan hátt – kærur, úrskurðir og málskjöl.

Fréttir og greinar

NÝ FRÉTT! Áríðandi bréf frá ÓFEIGU náttúruvernd til Náttúrufræðistofnunar Íslands

Náttúruverndarsamtökin ÓFEIG hafa sent Náttúrufræðistofnun Íslands bréf um órannsakaða steingervinga á framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar sem stefnt er á að raska varanlega síðar í sumar. Hvergi er minnst á þá í Matsskýrslu VesturVerks og rétt er að ítreka það sem oft hefur komið fram hvílík mistök það voru að setja svæðið í

Lesa meira »

Persónur og leikendur í meintri Hvalárvirkjun

Oft er talað um að ekki megi persónugera vandamál en það firrir fólk ekki ábyrgð á gerðum sínum. Hér ræðst einkafyrirtæki á óbyggð víðerni sem eru óendanlega verðmæt eins og þau eru. Fyrirtækið var lengi í meirihlutaeigu erlendra auðjöfra en nú er það eign fyrirtækis sem er í eigu 14

Lesa meira »

Ráðherra og Minjastofnun

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lét loks í sér heyra í tíufréttum 23. júlí og deildi síðan þeirri frétt á Facebook daginn eftir. https://www.facebook.com/UmhverfisMummi/ Enginn efast um hug hans til virkjunarinnar og sjáfsagt öfunda hann ekki margir af stöðunni. Hann hefur varla stjórnskipulegt vald til að stöðva framkvæmdirnar eins og málin

Lesa meira »

Framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar með merkingum

Hér er mynd af framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar og búið er að merkja inn það sem VesturVerk hyggst gera á svæðinu í sumar. Heildarplanið er hér, en það sem stefnt er að á þessu svæði er skáletrað: Viðhald á Þjóðvegi 649, Ófeigsfjarðarvegur að Hvalá í Ófeigsfirði. Viðhaldið byggir á samningi við Vegagerðina

Lesa meira »

Bréf til Vegagerðarinnar frá eigendum Seljaness

Hluti eigenda Seljaness í Árneshreppi, afkomendur Kristins Halls Jónssonar og Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur, hafa sent Vegagerðinni bréf þar sem er mótmælt þeirri stjórnvaldsákvörðun að framselja veginn til einkahlutafélags og breyta honum í leiðinni úr landsvegi í virkjunarveg. Þá er breikkun vegarins einnig mótmælt. Óskað er eftir tafarlausum skýringum Vegagerðarinnar á

Lesa meira »

Enn um úrskurð Úrskurðarnefndar

Þegar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála gaf nokkrum íslenskum lífeyrissjóðum (Jarðvarma slhf*) í gegnum HS Orku sem starfar í gegnum VesturVerk grænt ljós fyrir framkvæmdir vegna svokallaðra undirbúningsrannsókna var það á þeirri forsendu að þær yllu ekki  óafturkræfu tjóni: „Með vísan til umfangs og eðlis þeirra framkvæmda sem fram munu fara

Lesa meira »

Böðulsmerki til «bráðabirgða»

Bergsveinn Birgisson Athugun á úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála um framkvæmdarleyfi til Hvalárvirkjunar. Stutt um málið: Ekki þarf raforku á Íslandi. Íslendingar þurfa ekki að óttast raforkuskort þrátt fyrir vandlega tímasettan hræðsluáróður þess efnis. HS Orka lýgur á sinni heimasíðu þar sem segir að raforkuþörf á Íslandi sé um þessar

Lesa meira »

Yfirlýsing landeigenda og Vikulokin á RÚV

Landeigendur Drangavíkur birtu yfirlýsingu vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála föstudaginn 19. júlí. Texti yfirlýsingarinnar er hér: http://hvala.is/malsgogn/ Í þættinum Vikulokin á RÚV laugardaginn 19. júlí var deilan um meinta Hvalárvirkjun áberandi. Æ fleiri virðast vera að átta sig á feigðarflaninu á Ófeigsfjarðarheiði. Elísabet Jökulsdóttir var skáldleg og hugmyndarík og

Lesa meira »

Athugasemdir vegna úrskurðar úrskurðarnefndar

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun framkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan úrskurðað er í málunum. Þó má telja þetta áfangasigur í baráttunni. Forsendur úrskurðarins eru þær að ekki verði hægt  að vinna slík óafturkræf umhverfisspjöll með þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á þessu

Lesa meira »

Vefur þessi er unninn í sjálfboðavinnu nokkurra andstæðinga Hvalárvirkjunar. Á honum munu birtast eins og tími og kraftar aðstandenda leyfa, greinar (eða hlekkir á greinar sem birst hafa), opinber gögn og skýrslur sem skipta máli, myndir og myndefni, fréttir úr fjölmiðlum og fréttir úr baráttunni eftir því sem þær berast.

Athugasemdir, fyrirspurnir og tillögur um efni skulu berast á hvala@hvala.is. Séu sendar inn slóðir á vefgreinar sem birst hafa væri hægðarauki ef þær væru settar svona fram: [Höfundur] [dagsetning] [nafn á miðli]: [Titill greinar] slóðin.