Málsgögn

Umsögn vegna kæra á framkvæmdaleyfi vegna Ófeigsfjarðarvegar

Vísað er til tölvupósta úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. júlí 2019 og 8. ágúst 2019 þar sem Skipulagsstofnun eru send gögn vegna tveggja kærumála er varða ákvörðun hreppsnefndar Árneshrepps frá 12. júní 2019 um að veita Vesturverki ehf. framkvæmdaleyfi til viðhalds Ófeigsfjarðarvegar 649 á 16 km kafla frá brekku ofan Eyrar í Ingólfsfirði að Hvalá í Ófeigsfirði.

Álitsgerð í tilefni af vegagerð í landi Seljaness vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunnar

Guðmundur Arngrímsson sem er í forsvari fyrir hluta landeigenda að landi Seljaness í Árneshreppi fór þess á leit við undirritaða að tekin yrði saman álitsgerð þar sem eftirfarandi spurningum yrði svarað:

1. Er vegagerðin eigandi þess hluta Ófeigsfjarðarvegar F649 sem liggur um land Seljaness?

2. Er Vegagerðinni heimilt framsal á veghaldi þess hluta vegarins sem liggur um Seljanes til VesturVerks ehf., sbr. samning, dags. 19.6.2019, þess efnis sem liggur fyrir?

EFNI: Friðaðir steingervingar í Strandarfjöllum. Hætta á óafturkræfu raski. Rannsóknir.

 

 

 

Samantekt á framkvæmdum vegna undirbúnings hválarvirkjunnar 2019-2020

Vísað er til tveggja umsókna VesturVerks ehf um framkvæmdaleyfi, sem Árneshreppur veitti fyrirtækinu 21. júní og 1. júlí s.l. til undirbúnings rannsókna vegna virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum.

Bréf til Vegagerðarinnar frá eigendum Seljaness

Hluti eigenda Seljaness í Árneshreppi, afkomendur Kristins Halls Jónssonar og Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur, hafa sent Vegagerðinni bréf þar sem er mótmælt þeirri stjórnvaldsákvörðun að framselja veginn til einkahlutafélags og breyta honum í leiðinni úr landsvegi í virkjunarveg. 

Umsögn minjastofnunnar vegna vegagerðar 17. júlí

Vegna lagfæringa á vegi í Ingólfsfirði og Ófeigsfirði í Árneshreppi

 

Yfirlýsing frá landeigendum Drangavíkur

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um stöðvun framkvæmda Vesturverks í Árneshreppi til bráðabirgða.

Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun. Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda.

Það sýnir þó ákveðinn skilning og er ánægjulegt að úrskurðarnefndin mun halda efnismeðferð kærunnar áfram og að í niðurstöðu sinni bendir hún Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.

Meðfylgjandi mynd Tómasar Guðbjartssonar sýnir svæðið við Hvalárósa sem verður lagt undir óafturkræfar framkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar.

Fyrir hönd landeigenda,
Lára Ingólfsdóttir, Eyri við Ingólfsfjörð

KÆRA EIGENDA JARÐARINNAR SELJANESS TIL ÚRSKURÐARNEFNDAR

Þinglýstir eigendur Seljaness í Árneshreppi skv. meðfylgjandi umboði kæra tvö
framkvæmdaleyfi Árneshrepps tl Vesturverks frá 12. júní 2019.

 

Kæra eiganda jarðarinnar Dranga til úrskurðarnefndar

Þinglýstur eigandi jarðarinnar Dranga í Árneshreppi, kærir til
úrskurðarnefndarinnar framkvæmdaleyfi Árneshrepps til Vesturverks 12. júní 2019 til brúargerðar á
Hvalá, gerðar iðnaðarsvæðis við Hvalá og lagningar 25 km vegar upp Strandarfjll og um
Ófeigsfarðarheiði að þremur stöðuvötnum auk efnistökuleyfs

Yfirlýsing 30 landeigenda í Árneshreppi

Undirritaðir eigendur landareigna í Árneshreppi andmælum því að Drangajökulsvíðernum
verði raskað til frambúðar fyrir vatnsaflsvirkjanir orkufyrirtækja.
Með fylgir kort til skýringar.

ÓFEIG náttúruvernd kærir ákvörðun Árneshrepps um að heimila einkahlutafélaginu VesturVerki framkvæmdina
„gerð vinnuvega og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun“

Kæra náttúruverndarsamtaka til úrskurðarnefndar

Kærð er ákvörðun Árneshrepps frá 12. júní 2019 um að veita VesturVerki ehf. framkvæmdarleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku fyrir Hvalárvirkjun … Þess er krafist að framkvæmdir samkvæmt framkvæmdaleyfinu verði stöðvaðar til bráðabirgða á meðan mál þetta er til meðferðar hjá nefndinni.

Kæra landeigenda Drangavíkur á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð á Ófeigsfjarðarheiði

Þinglýstir eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum kæra
ákvarðanir Árneshrepps um að samþykkja deiliskipulag og framkvæmdaleyfi.

 

Friðlýsing Drangajökulsvíðerna

Skýrsla unnin af Environice fyrir Náttúruverndarsamtökin ÓFEIGU í desember 2018 og janúar 2019. Í skýrslunni er fjallað um áhrif hugsanlegrar friðlýsingar víðerna við Drangajökul (Drangajökulsvíðerna) á umhverfi og samfélag á svæðinu og í næsta nágrenni þess, einkum í Árneshreppi.

Tillaga Náttúrufræðistofnunar Íslands að verndun Drangajökulssvæðisins

Lýsing, forsendur fyrir verndun, ógnir og verndaraðgerðir.

 

Kæra landeigenda að Eyri á framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á vegi um Ingólfsfjörð

Þinglýstir eigendur íbúðarhúss ásamt lóð og verksmiðjulóðar með verksmiðjuhúsi, hvoru
tveggja í landi Eyrar í Árneshreppi á Ströndum, kæra framkvæmdaleyfi Árneshrepps.

 

Friðlýsing Drangajökulsvíðerna

Skýrsla unnin af Environice fyrir Náttúruverndarsamtökin ÓFEIGU í desember 2018 og janúar 2019. Í skýrslunni er fjallað um áhrif hugsanlegrar friðlýsingar víðerna við Drangajökul (Drangajökulsvíðerna) á umhverfi og samfélag á svæðinu og í næsta nágrenni þess, einkum í Árneshreppi.

Tillaga Náttúrufræðistofnunar Íslands að verndun Drangajökulssvæðisins

Lýsing, forsendur fyrir verndun, ógnir og verndaraðgerðir.

 

Kæra landeigenda að Eyri á framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á vegi um Ingólfsfjörð

Þinglýstir eigendur íbúðarhúss ásamt lóð og verksmiðjulóðar með verksmiðjuhúsi, hvoru
tveggja í landi Eyrar í Árneshreppi á Ströndum, kæra framkvæmdaleyfi Árneshrepps.

 

Umsögn minjastofnunnar vegna vegagerðar 17. júlí

Vegna lagfæringa á vegi í Ingólfsfirði og Ófeigsfirði í Árneshreppi

 

Kæra landeigenda Seljaness og Eyrar Í Ingólfsfirði vegna deiliskipulags

Í kæru þessari er krafist að ákvörðun hreppsnefndar Árneshrepps frá 13. mars 2019 um samþykki deiliskipulags og umhverfisskýrslu Hvalárvirkjunnar í Ófeigsfirði verði felld úr gildi.