Persónur og leikendur í meintri Hvalárvirkjun

Oft er talað um að ekki megi persónugera vandamál en það firrir fólk ekki ábyrgð á gerðum sínum. Hér ræðst einkafyrirtæki á óbyggð víðerni sem eru óendanlega verðmæt eins og þau eru. Fyrirtækið var lengi í meirihlutaeigu erlendra auðjöfra en nú er það eign fyrirtækis sem er í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða. Látið er líta svo út að þetta sé framkvæmd lítils vestfirsks fyrirtæki sem sé að berjast fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum og dælt er út myndböndum í þeim tilgangi. Málflutningurinn felst í síendurteknum einföldum frösum. Virkjunin er á svæði sem lýtur skipulagsyfirráðum minnsta sveitarfélags landsins sem lengi hefur verið svikið um sjálfsagða þjónustu. Þar hafa örfáir heilsársbúsetu en oddvitinn hefur barist fyrir þessari virkjun með oddi og egg um árabil þó að ávinningur sveitarfélagsins sé lítill sem enginn. Á bak við framkvæmdaleyfi hreppsnefndar eru 24 atkvæði en lítið heyrist í öðru hreppsnefndarfólki en oddvitanum. Vatnsréttindi voru keypt af eigendum eyðijarðar og öðrum jarðeiganda sem í ljós hefur komið að á ekki einu sinni landið sem um ræðir.

Hér er afbragðsgott yfirlit yfir söguna: https://www.ruv.is/frett/hvad-felst-i-hvalarvirkjun?fbclid=IwAR3X4K5Z9LokdKbzDxoHAaXBvxAdedtg_vqsazk5hn4hHT-WyumlYTnOIEc

Og hér er yfirlit frá öðru sjónarhorni: http://hvala.is/wp-content/uploads/2019/06/Virkjun-%C3%A1-s%C3%ADlikonf%C3%B3tum-me%C3%B0-hyperlinks-og-myndum.pdf

Allir þessir aðilar eru sjálfráðir gerða sinna, þeir taka ákvarðanir sem þeir telja líklega skynsamlegar en á bak við allt eru hagnaðarkröfur hluthafa. Slíkar kröfur hafa nú um langa hríð verið taldar ofar öllu siðferði. Það er samt einfaldlega ekki svo að lifandi persónur sem eru hluti af mannlegu samfélagi geti skýlt sér á bak við óljós og óskráð lögmál. Því er hér talið upp fólk á bak við framkvæmdina:

Ross Beaty, sem lengi var aðaleigandi HS Orku og græddi vel á sölu fyrirtækisins. Nú grefur hann eftir gulli í Asíu og ávaxtar fé. Hann skemmti sér greinilega vel þegar hann hafði Íslendinga að fíflum: “Don’t waste time on small deposits, always have a focus, and have fun while you’re doing it!”: https://asia.minesandmoney.com/why-ross-beaty-is-exiting-clean-energy-and-getting-into-gold/?fbclid=IwAR0lXBO41jO8arGGiqoEqQfaSYaNlx3RBTtx5gOXMAycjt7-g7Aj339SxaU.

Ásgeir Margeirsson, sem Ross Beaty kallaði „our top gun in Iceland“, forstjóri HS Orku og stjórnarformaður VesturVerks (mynd af heimasíðu Vesturverks).

Gunnar Gaukur Magnússon framkvæmdastjóri VesturVerks (mynd af heimasíðu VesturVerks).

Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi VesturVerks (mynd af heimasíðu VesturVerks).

Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps (mynd af strandir.is)

Pétur Guðmundsson, aðaleigandi Ófeigsfjarðar sem vakið hefur athygli fyrir að meina náttúruverndarfólki að ferðast um landið (mynd af stundin.is).

Ítalski baróninn Felix von Lungo-Liebenstein frá Suður-Tíról á leið á landareign sína, eyðikotið Engjanes. Hann átti hlut í United Silicon og seldi vatnsréttindi sem  hann átti ekki: http://hvala.is/wp-content/uploads/2019/07/002-K%C3%A6ra_U%CC%81UA_23.6.2019_undirritu%C3%B0.pdf

Hér er fróðleg frétt Vísis 24. maí 2019 um tölvupóstsamskipti oddvitans og HS Orku/VesturVerks:

https://www.visir.is/g/2018180529428

Nú eru framkvæmdirnar í boði 14 íslenskra lífeyrissjóða í gegnum fyrirtækið Jarðvarma slhf.

Stjórnarformaður og forráðamaður Jarðvarma er Davíð Rudolfsson (mynd af visir.is):

Sjóðirnir eru þessir í stærðarröð eignarhalds í Jarðvarma. Hér eru upplýsingar eins og þær eru á vefsíðum sjóðanna, framkvæmdastjórar, stjórnarformenn, netföng sem finnast og loks hlekkir á stjórnir sjóðanna:

Gildi, framkvæmdastjóri Árni Guðmundsson (arni.gudmundsson@gildi.is), stjórnarformaður Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks ehf. Stjórnina má finna hér: https://gildi.is/um-gildi/

Lífeyrissjóður verslunarmanna, framkvæmdastjóri Guðmundur Þ. Þórhallsson, stjórnarformaður Ólafur Reimar Gunnarsson. https://www.live.is/sjodurinn/stjorn/

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, framkvæmdastjóri Arnaldur Loftsson, stjórnarformaður Ásdís Eva Hannesdóttir. http://www.frjalsi.is/fleira/um-frjalsa/

Birta lífeyrissjóður, framkvæmdastjóri Ólafur Sigurðsson (olafur@birta.is), stjórnarformaður Ingibjörg Ólafsdóttir. https://birta.is/um-sjodinn/birta/

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, framkvæmdastjóri Haukur Hafsteinsson (haukur@lsr.is), stjórnarformaður Unnur Pétursdóttir. https://www.lsr.is/um-lsr/stjorn-og-endurskodendur/

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, framkvæmdastjóri Sigurbjörn Sigurbjörnsson (sigur@sl.is), stjórnarformaður Guðmundur Árnason. https://www.sl.is/Uml%C3%ADfeyrissj%C3%B3%C3%B0inn/Starfsemi/Stj%C3%B3rn.aspx

Festa, sjóðstjóri Baldur Snorrason (baldur@festa.is), stjórnarformaður Örvar Ólafsson. https://www.festa.is/sjodurinn/stjorn

Almenni lífeyrissjóðurinn, framkvæmdastjóri Gunnar Baldvinsson, stjórn finnst ekki á heimasíðu: https://www.almenni.is/starfsfolk/

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, framkvæmdastjóri Haukur Jónsson (haukur@lsv.is), stjórnarformaður Arnar Hjaltalín (arnar@drifandi.is), https://lsv.is/page/stjorn-lsv-2019-2020

Stapi, framkvæmdastjóri Jóhann Steinar Jóhannsson (johann@stapi.is)  stjórnarformaður Huld Aðalbjarnardóttir. https://www.stapi.is/is/um-sjodinn/stjorn-og-endurskodendur

Lífsverk, framkvæmdastjóri Jón L. Árnason (jonl@lifsverk.is) stjórnarformaður Björn Ágúst Björnsson (bjorn@lifsverk.is). https://www.lifsverk.is/um-sjodinn/stjorn/

Eftirlaunasjóður flugmanna, framkvæmdastjóri Snædís Ögn Flosadóttir  (snaedis.flosadottir@arionbanki.is), stjórnarformaður Sturla Ómarsson (sturla@efia.is). http://www.efia.is/forsida/Um-sjodinn/

Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbankans, framkvæmdastjóri Snædís Ögn Flosadóttir (snaedis.flosadottir@arionbanki.is), stjórnarformaður Jóhannes Þór Ingvarsson. https://www.arionbanki.is/einstaklingar/sparnadur/skyldulifeyrissparnadur/lsbi/

Lífeyrissjóður bænda, framkvæmdastjóri Ólafur K. Ólafs (olafur@lsb.is), stjórnarformaður Skúli Bjarnason. http://www.lsb.is/stjorn-2/

Upplýsingar um alla lífeyrissjóði:

https://www.lifeyrismal.is/is/sjodirnir

– Ritstjórn