Yfirlýsing landeigenda og Vikulokin á RÚV

Landeigendur Drangavíkur birtu yfirlýsingu vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála föstudaginn 19. júlí. Texti yfirlýsingarinnar er hér: http://hvala.is/malsgogn/

Í þættinum Vikulokin á RÚV laugardaginn 19. júlí var deilan um meinta Hvalárvirkjun áberandi. Æ fleiri virðast vera að átta sig á feigðarflaninu á Ófeigsfjarðarheiði. Elísabet Jökulsdóttir var skáldleg og hugmyndarík og hóf umræðuna á mínútu 17. Á mínútu 25:40 byrjar Þórlindur Kjartansson glæsilega eldræðu um vonlausa orkustefnu, áróður um orkuskort, bitcoinblekkingar og fánýti Hvalárvirkjunar. Eva Heiða Önnudóttir og Breki Karlsson höfðu líka margt skynsamlegt til málanna að leggja. https://www.ruv.is/utvarp/spila/vikulokin/23792?ep=7hvh1h&fbclid=IwAR1XiQ-DZCcKQytay_0ZZgcfTjLQzW-mMR7oa7M16jD-nqADU8MW1A9gGVs