Framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar með merkingum

Hér er mynd af framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar og búið er að merkja inn það sem VesturVerk hyggst gera á svæðinu í sumar. Heildarplanið er hér, en það sem stefnt er að á þessu svæði er skáletrað:

  • Viðhald á Þjóðvegi 649, Ófeigsfjarðarvegur að Hvalá í Ófeigsfirði. Viðhaldið byggir á samningi við Vegagerðina og felst í lágmarksframkvæmdum til að hægt sðe að koma bor og vinnubúðum að Hvalá.
  • Brúarsmíði. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi er gert ráð fyrir vinnubúðum norðan Hvalár og því er þörf á að brúa Hvalá. Brúin er á deiliskipulagi. Von er á stálgrindarbrú til landsins frá Bretlandi um mánaðamótin ágúst/september næstkomandi.
  • Vegagerð að og frá brú. Leggja þarf veg að brú yfir Hvalá og síðan brú frá plani fyrir vinnubúðir í ca. 900m fjarlægð.
  • Plan undir vinnubúðir. Í deiliskipulagi er gert ráð fyirr vinnubúðum norðan Hvalár og verður gengið frá plani undir búðirnar í sumar.

Reikna má með að strax verði farið í efnistökusvæðið ES18 við árósana. Gamli vegurinn liggur að göngubrúnni ofan við fossana. Þar rétt fyrir sunnan (til vinstri) byrjar nýi vegurinn sem stefnt er að og á að liggja í beina stefnu að 5,8 hektara vinnubúðasvæði og stálgrindarbrú á miðri leið. Efnistökusvæðið ES20 er í hólma í Hvalá. Það stríðir líklega gegn náttúruverndarlögum að fara þangað en ekki er minnst á það í áætlunum þessa árs. Teiknað hefur verið inn á kortið út frá gögnum VesturVerks sem komin eru í Málsgögn: SAMANTEKT Á FRAMKVÆMDUM VEGNA UNDIRBÚNINGS HVÁLARVIRKJUNNAR 2019-2020 http://hvala.is/malsgogn/

Það er útilokað annað en að þessi framkvæmd valdi óafturkræfu tjóni og óskiljanlegt að Úrskurðarnefndin hafi leyft þetta. Þá er þetta vegstæði og vinnubúðirnar á gönguleiðinni upp að Fossinum Drynjanda sem rétt sést í ofan við gljúfrin.

1 thought on “Framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar með merkingum”

  1. Pingback: Ráðherra og Minjastofnun – HVALÁ

Comments are closed.