Þjóðgarður í stað Hvalár­virkj­un­ar

Kúvend­ing hef­ur orðið í umræðunni um stóriðju á Íslandi í kjöl­far vand­ræða við rekst­ur kís­il­vers United Silicon í Helgu­vík að mati Guðmund­ar Inga Guðbrands­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Land­vernd­ar. „Eitt mál, þar sem heilsu fólks er ógnað, get­ur gjör­breytt af­stöðu fólks­ins.“

Hann seg­ir að á und­an­för­um árum hafi umræðan verið að fær­ast í þessa átt. Það staðfesti meðal ann­ars skoðanakann­an­ir á viðhorf­um fólks til ál­vera. Um 60% aðspurðra vilja nú þjóðgarð á miðhá­lend­inu, svo annað dæmi sé tekið.

Þessi breytta sýn sam­fé­lags­ins kall­ar að mati Guðmund­ar Inga á nýja stefnu stjórn­valda í mála­flokkn­um.

Úr grein Sunnu Óskar Logadóttur hjá mbl.is, sem var birt þann 16. október 2017: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/16/thjodgardur_i_stad_hvalarvirkjunar/?fbclid=IwAR3L1gGDAMb5ASWpbdR6d_ALOxsrnrZ9IO2XUsl5ngix6cybHoc5upq7dX0