„Ein­fald­lega af því að það er eng­in glóra í þessu“

„Ég er al­gjör­lega mót­fall­inn þess­ari virkj­ana­hug­mynd. Og verð sí­fellt ákveðnari í því að þetta sé ekki far­sæl lausn fyr­ir þetta sam­fé­lag og ekki fjórðung­inn held­ur.“

Þetta seg­ir Val­geir Bene­dikts­son, sem býr að bæn­um Árnesi II í Árnes­hreppi á Strönd­um. Þarna er hann að tala um Hvalár­virkj­un sem fyr­ir­tækið Vest­ur­verk á Ísaf­irði áform­ar að reisa í Ófeigs­firði. Val­geir er al­inn upp í hreppn­um. Hann fór suður, eins og hann orðar það, í fjór­tán ár, en hef­ur nú búið í Árnes­hreppi sam­fleytt í yfir þrjá­tíu ár. Val­geir kom á fót byggðasafn­inu Kört við heim­ili sitt fyr­ir nokkr­um árum. Safnið er kennt við sam­nefnt sker í Tré­kyll­is­vík­inni. Þannig kall­ast safnið og skerið á yfir sjó­inn.

Úr grein Sunnu Óskar Logadóttur hjá mbl.is, sem birtist þann 15. október 2017: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/15/engin_glora_i_hvalarvirkjun/

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *