Segir það ó­­verjandi að bíða ekki með fram­kvæmdirnar

Umhverfisráðherra fagnar áhuga fólks til að vernda víðernin. Að hans mati er óverjandi að ekki hafi verið beðið með að hefja framkvæmdir á Ströndum þangað til úrskurður nefndar lægi fyrir. Hann getur ekki friðlýst svæði einn síns liðs.

,, Í fyrsta lagi fagna ég þeim mikla áhuga sem þarna er endurspeglaður á að vernda víðerni, því að þau hafa minnkað mikið hér á landi á síðustu 70 árum, einmitt út af framkvæmdum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, inntur eftir viðbrögðum við áskorun yfir 5.000 Íslendinga þess efnis að ráðherra flýti friðlýsingu Drangajökulsvíðerna. Svæðið innifelur það svæði sem VesturVerk hefur hafið vegaframkvæmdir á til undirbúnings Hvalárvirkjunar. “

Úr grein Óttars Proppé hjá Fréttablaðinu, sem birt var þann 3. júlí 2019: https://www.frettabladid.is/frettir/segir-thad-overjandi-ad-bida-ekki-med-ad-hefja-framkvaemdir/?fbclid=IwAR0Tovk90Ha9IxvK9dAql_VX-jfzpV8PaVMP61qxevHWEqbzhW1v9q4-Mho