Böðulsmerki til «bráðabirgða»

Bergsveinn Birgisson

Athugun á úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála um framkvæmdarleyfi til Hvalárvirkjunar.

Stutt um málið: Ekki þarf raforku á Íslandi. Íslendingar þurfa ekki að óttast raforkuskort þrátt fyrir vandlega tímasettan hræðsluáróður þess efnis. HS Orka lýgur á sinni heimasíðu þar sem segir að raforkuþörf á Íslandi sé um þessar mundir meiri en framleiðsla. Raforka sem seld er til bitcoin námugraftrar nemur nú meir en notkun allra heimila landsmanna, en lunginn af allri raforku fer til stóriðju. Bitcoin er bull sem verður að stemma stigu við með lögum. Íslendingar munu ekki hagnast af Hvalárvirkjun heldur erlend stórfyrirtæki. Ekkert starf skapast við virkjunina. Raforkuöryggi mun ekki batna á landssvæðinu, né vegasamgöngur til byggðarinnar. Íslendingar eru látnir afhenda víðerni sín fyrir kr. 0 og eyðileggja náttúruperlur og víðerni sem eru með þeim síðustu ósnortnu í Evrópu. Eins og í tilviki laxeldis í sjó eru það örfáir menn sem eigna sér náttúruauðlindir landsmanna og eyðileggja hana með sínum umsvifum til að græða pening. Með öðrum orðum: drulludíll.

Greinina í heild sinni má lesa á vef Fréttablaðsins hér: https://www.frettabladid.is/skodun/bodulsmerki-til-bradabirgda/?fbclid=IwAR0jj5zQUhn947XYoLVGbWWippozOZ_udTttVOFOPIGSqIA_n7-rFMcQYhY