Sner­ist hug­ur um Hvalár­virkj­un

Ingólf­ur Bene­dikts­son, bóndi að Árnesi II í Árnes­hreppi á Strönd­um var fyr­ir nokkr­um árum hlynnt­ur fyr­ir­hugaðri Hvalár­virkj­un. Þá var rætt um að heils­árs­störf myndu fylgja henni að fram­kvæmda­tíma lokn­um. Slíkt er ekki leng­ur raun­in og eft­ir að mál­in hófu að skýr­ast fyr­ir nokkr­um miss­er­um fór Ingólf­ur, sem er vara­odd­viti hrepps­ins, að afla sér marg­vís­legra og viðamik­illa upp­lýs­inga um verk­efnið. Í kjöl­farið komst hann að ann­arri niður­stöðu. „Ég sé ekki af hverju Árnes­hrepp­ur ætti að samþykkja þessa virkj­un,“ seg­ir hann þar sem hann sit­ur við hlið eig­in­konu sinn­ar, Jó­hönnu Óskar Kristjáns­dótt­ur, í eld­hús­inu að Árnesi II. „Ég var kannski alltof lengi fylgj­andi þessu, ég viður­kenni það. En svo fór ég að kynna mér þetta allt sam­an miklu bet­ur og skipti um skoðun.“

Úr grein Sunnu Óskar Logadóttur hjá mbl.is sem birt var 14. október 2017: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/14/snerist_hugur_um_hvalarvirkjun/?fbclid=IwAR0YJ9WIiib9KnnKGqfXJbzOwQtRCjVDh7yLS0P4hVtKNQuDjbkPFRJm5SE

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *