Ingólfur Benediktsson, bóndi að Árnesi II í Árneshreppi á Ströndum var fyrir nokkrum árum hlynntur fyrirhugaðri Hvalárvirkjun. Þá var rætt um að heilsársstörf myndu fylgja henni að framkvæmdatíma loknum. Slíkt er ekki lengur raunin og eftir að málin hófu að skýrast fyrir nokkrum misserum fór Ingólfur, sem er varaoddviti hreppsins, að afla sér margvíslegra og viðamikilla upplýsinga um verkefnið. Í kjölfarið komst hann að annarri niðurstöðu. „Ég sé ekki af hverju Árneshreppur ætti að samþykkja þessa virkjun,“ segir hann þar sem hann situr við hlið eiginkonu sinnar, Jóhönnu Óskar Kristjánsdóttur, í eldhúsinu að Árnesi II. „Ég var kannski alltof lengi fylgjandi þessu, ég viðurkenni það. En svo fór ég að kynna mér þetta allt saman miklu betur og skipti um skoðun.“
Úr grein Sunnu Óskar Logadóttur hjá mbl.is sem birt var 14. október 2017: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/14/snerist_hugur_um_hvalarvirkjun/?fbclid=IwAR0YJ9WIiib9KnnKGqfXJbzOwQtRCjVDh7yLS0P4hVtKNQuDjbkPFRJm5SE