Guðmundur Hörður skrifar á Stundin.is:
Við sem greiðum stóran hluta launa okkar í lífeyrissjóði gerum eflaust flest þá eðlilegu kröfu til stjórnenda þeirra að þeir vandi sig við fjárfestingar, séu frekar íhaldssamir en ævintýragjarnir og að þeir séu nægilega jarðbundnir til að sjá í gegnum háfleygar söluræður braskara. Því miður hefur stjórnendum nokkurra lífeyrissjóða orðið hált á því svellinu að undanförnu. Má þar t.d. nefna 1,4 milljarða króna hlutabréfakaup fjögurra þeirra í Silicor Materials Holding árið 2015, fyrirtæki með vafasama rekstrarsögu sem ætlaði að framleiða sólarkísil með aðferð sem hvergi hafði áður verið beitt í heiminum! Verksmiðjan reis auðvitað aldrei og fé lífeyrisgreiðenda rann líklega allt í vasa lögfræðinga, ráðgjafa og stjórnenda fyrirtækisins, m.a. til að draga íbúa Hvalfjarðar í gegnum allt dómskerfið í árangurslausri tilraun til að koma í veg fyrir að verksmiðjan færi í gegnum mat á umhverfisáhrifum.
Lesið alla greinina á:
https://stundin.is/blogg/gudmundur-hordur/brenndir-lifeyrissjoir-stokkva-a-eldinn/